Bláæðakerfið í ganglimum greinist í 3 þætti, það yfirborðslæga, það djúpa og tengiæðar milli þessara kerfa.
Rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að yfirborðslægur sjúkdómur (æðahnútar) geta valdið sáramyndun, en ekki einungis djúplægur sjúkdómur eins og oft áður var talið. Flokkunarkerfi bláæðasjúkdóma (CEAP classification) er notað þar sem margir mikilvægustu þættir sjúkdómsins eru skráðir. C stendur fyrir “clinical class” þar sem lýst er einkennum sjúkdómsins, E fyrir “etiological class” sem er orsakagreining sjúkdómsins, A fyrir “anatomical class” eða líffræðileg staðsetning sjúkdóms og P fyrir “pathophysiological class” sem er lífeðlisfræðileg greining. Hjá RVC notum við CEAP flokkunarkerfið hjá öllum okkar skjólstæðingum.
Comments are closed.