Get ég farið í laser meðferð.

Get ég farið í Laseraðgerð þó svo ég hafi farið oft í aðgerð áður?

Já, allir með æðahnúta geta farið í aðgerð óháð því hvort reynt hafi verið að leysa æðahnúta vandamálið með aðgerðum áður eða ei.

Með ómskoðun er greint hvaða stofnæð er biluð og hvort möguleiki sé á að gera laser aðgerð til að leysa vandamálið. Ef einungis eru til staðar æðahnútar en ekki neinn leki í stofnæð grunna bláæða kerfisins nægir að fjarlægja æðahnútanna með heklunál án þess að beita þurfi laser meðferð við æðahnútum.

Æðahnútar

Æðahnútar geta verið án einkenna, það er að einungis er um lýti að ræða. Flestir hafa þó einhver einkenni sem stundum geta verið óljós. Þreyta, pirringur, verkur, bjúgur og sinadráttur eru einkenni sem eru algeng. Ef æðahnútar hafa staðið lengi ómeðhöndlaðir geta komið fram varanlegar skemmdir í húðinni og einnig geta myndast sár. Þessi sár eru oft á tíðum mjög langvinn og erfið í meðferð og eru gjörn að koma aftur.

UM RVC

Reykvíska Bláæðasetrið, Reykjavík Venous Center (RVC) sérhæfir sig í meðferð bláæðavandamála. Guðmundur Daníelsson læknir hefur áður starfað hjá Scandinavian Venous Centre sem er leiðandi fyrirtæki í meðferð bláæðasjúkdóma í Svíþjóð og Noregi. Starfar hjá Aleris í Stavanger en Aleris er stærsta einkasjúkrahúsið á Norðurlöndum. Mikilvægt við framkvæmd innæðaaðgerða er góð kunnátta og reynsla í framkvæmd ómskoðana þar sem aðgerðin byggir á því.

Aðgerðin

RVC notast við laser af nýjustu gerð (ELVeS Radial 2ring™) sem er alþjóðlega viðurkenndur sem einn af þeim bestu og komin er mikil reynsla af notkun hans. Aðgerðin er gerð í staðdeyfingu og ekki er þörf á svæfingu þegar aðgerð er framkvæmd á þennan hátt. Aðgerðin er framkvæmd í ómskoðun (Mindray DP-50).

Upplýsingar

Læknahúsið DeaMedica
Álfheimum 74
107 Reykjavík
S:515-1600

Back to Top