Æðahnútar eru mjög algengir enda talið að um 30% einstaklinga í vestrænum samfélögum séu með æðahnúta.
Æðahnútar eru nánast jafn algengir hjá konum og körlum en karlar fá þetta þó nokkuð síðar á lífsleiðinni. Oft verður fyrst vart við æðahnúta undir meðgöngu og það er ástæða þess að konur fá þetta fyrr en karlar. Fjöldi barneigna eykur einnig tíðni á æðahnútum.
Ef einnig eru taldir með einstaklingar með eingöngu æðaslit er tíðnin mun meiri eða um 50% á miðjum aldri.
Comments are closed.