Guðmundur Daníelsson

Guðmundur Daníelsson

Guðmundur Daníelsson rekur Bláæðasetrið og er með stofu í Læknahúsinu Dea Medica í Glæsibæ. Hann er með lækningaleyfi frá Háskóla Íslands og doktorspróf frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð.

Námsferill

Menntaskólinn við Sund, 1978-1982. Læknadeild Háskóla Íslands, 1982-1988. Ýmsar deildir Landspítala, 1990-1991. Námstaða í skurðlækningum Landspítala, 1991-1992. Háls, nef og eyrnadeild, Sundsvall, Svíþjóð, 1992. Framhaldsnám í almennum skurðlækningum, Uddevalla, Svíþjóð, 1992-1995. Framhaldsnám í almennum og æðaskurðlækningum Háskólasjúkrahúsið Lund/Málmey, Svíþjóð, 1995-2000. Doktorsnám, Háskólinn í Lundi, Svíþjóð, 1997-2003. Research Fellowship, Straub Clinic and Hospital, Honolulu, Hawaii, 2000-2001. Markþjálfaranám, Háskólinn í Reykjavík, 2017.

Próf og starfsleyfi

Læknapróf 1988, Læknadeild Háskóla Íslands. Almennt lækningaleyfi á Íslandi, 1990. Almennt lækningaleyfi í Svíþjóð, 1993. Sérfræðipróf (specialistexamen) í skurðlækningum í Svíþjóð, 1994. Sérfræðidiploma (board/specialistkompetensbevis) í skurðlækningum í Svíþjóð, 1994. Sérfræðileyfi í almennum skurðlækningum í Svíþjóð, 1995. Sérfræðileyfi í almennum skurðlækningum á Íslandi, 1994. Sérfræðileyfi í æðaskurðlækningum, 1995. Lækningaleyfi Hawaii, 2001. Doktorspróf í æðaskurðlækningum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 2003 (Aspects on Chronic Venous Diseases, Department of Vascular Diseases Malmö-Lund). ATLS diploma (Advanced Trauma Life Support®) Svíþjóð, 1999. Markþjálfi, Háskólinn í Reykjavík, 2017.

Starfsferill

Guðmundur Daníelsson starfaði á skurðdeild Landspítala að loknu kandidatsári 1990. Sérnám í almennum skurðlækningum, Uddevalla sjúkrahúsið, skurðlækningadeild 1992-1995. Háskólasjúkrahúsið í Lundi/Málmey, skurðlækninga og æðaskurðlækningadeild 1994-2005. Yfirlæknir á æðaskurðlækningadeild (Department of Vascular Diseases Malmö-Lund) 2002-2004. Sérfræðingur í hlutastarfi Scandinavian Venous Centre Stokkhólmi og Málmey 2004-2016. Sérfræðingur í hlutastarfi, bláæðasjúkdómar, Aleris sjúkrahús Stavanger 2016-2021. Sérfræðingsstaða, Háskólasjúkrahúsið Stavanger 2017. Sérfræðingsstaða í æðaskurðlækningum, Landspítali Háskólasjúkrahús 2004-2017. Sérfræðingur í æðaskurðlækningum, Bláæðasetrið, Læknahúsið Domus Medica 2005-2021. Sérfræðingur í æðaskurðlækningum, Bláæðasetrið, Læknahúsið Dea Medica, Glæsibæ frá 2022.

Kennsla

Stundakennsla við Læknadeild Háskóla Íslands 2005-2017. Dósent í æðaskurðlækningum við Læknadeild Háskóla Íslands 2009

Fræðistörf

Hefur skrifað fjölda greina í erlend og innlend læknatímarit. Skrifað bókakafla í fræðibækur á sviði æðaskurðlækninga. Ritrýnir fyrir erlend fagtímarit á sviði skurðlækninga og æðaskurðlækninga.