Æðaslit

Æðaslit á neðri ganglimum eru mjög algeng og má finna að einhverju marki hjá flestum fullorðinna. Þau valda að jafnaði ekki öðrum óþægindum en útlitslegum. Sjúkdómurinn eru ekki hættuleg og eru ekki merki um undirliggjandi æðasjúkdóm. Sprautað er inn í æðaslitið efni sem fær æðavegginn til að leggjast saman og skemmast.

Æðaslitsmeðferð

Æðaslit efni

Sprautað er inn í æðaslitið efni sem fær æðavegginn til að leggjast saman og skemmast.

Efnið heitir Aetoxysclerol og er í tveimur mismunandi styrkleikum, 0.5% eða 1% og fer það eftir stærð æðaslitsins hvor lausnin er notuð. Stundum er búin til froða úr lausninni með því að blanda hana saman við loft.

Æðaslitið er áfram til staðar eftir meðferð en ekkert blóð rennur lengur um æðaslitið. Oft er húðin í kringum æðaslitssvæðið og meðhöndlaða æðaslitið upphleypt á eftir og getur tekið vikur eða jafnvel mánuði að sjá endanlegan árangur. Þolinmæði er hér mikilvæg. Meðferð á æðasliti er nánast sársaukalaus og tekur um 20 – 30 mínútur. Stundum nægir ekki með eina meðferð og þarf þá að endurtaka meðferðina að nokkrum mánuðum liðnum. Sjaldgæft er að æðaslit hverfi að fullu eftir meðferð.

Sjúkdómurinn samfara æðahnútum eru yfirleitt meðhöndluð fjórum mánuðum eftir æðahnútaaðgerð. Æðaslit minnka oft þegar æðahnútar eru teknir. Þegar eingöngu er um æðaslit að ræða en engir æðahnútar nægir oft ein meðhöndlun.

Æðaslit meðferð
Æðaslit meðferð