Æðahnútar hverfa ekki nema með aðgerð.
Nútíma æðahnúta aðgerðir eru gerðar í staðdeyfingu með innæðaaðgerð.
Einungis sá hluti æðakerfisins sem er bilaður er meðhöndlaður og er ómskoðun notuð til greiningar.
Rannsóknir benda til að það sé æskilegt að einstaklingar með æðahnúta og breytingar í húð haldi kjörþyngd sinni til að koma í veg fyrir að æðahnúta sjúkdómurinn ágerist.
Heilbrigður lífsstíll og æfingar geta hugsanlega seinkað því að æðhnútar versni. Teygjusokkar draga oft úr einkennum tengdum æðahnútum. Mikilvægt er að meðhöndla æðahnútanna áður en húðin skaðast því oft eru þær breytingar óafturkræfar.
Comments are closed.