Um RVC.

Reykvíska BláæðasetriðDSC_1953

Reykjavík Venous Center (RVC) sérhæfir sig í meðferð bláæðavandamála.

Guðmundur Daníelsson æðaskurðlæknir hefur áður starfað hjá Scandinavian Venous Centre sem er leiðandi fyrirtæki í meðferð bláæðasjúkdóma í Svíþjóð og Noregi. Starfar nú einnig hjá Aleris sjúkrahúsinu í Stavanger, Noregi. Mikilvægt við framkvæmd æðahnútaaðgerðar er góð kunnátta og reynsla í framkvæmd ómskoðana þar sem aðgerðin byggir á því.

Guðmundur Daníelsson hefur langa reynslu í innæðaaðgerðum á bláæðum og gerði fyrstu aðgerðina við Háskólasjúkrahúsið í Lundi árið 1995. Starfaði hjá Straub Clinic and Hospital í Honolulu, Hawaii um tveggja ára skeið frá 1999 og vann þar m.a við rannsóknir á innæðaaðgerðum. Hann varði doktorsritgerð um bláæðasjúkdóma árið 2003 þar sem meðal annars var fjallað um innæðaaðgerðir (Aspects on Chronic Venous Disease, Department of Vascular Diseases Malmö-Lund, Malmö University Hospital). Stærstur hluti æðahnútaaðgerða í Evrópu og Bandaríkjunum er nú gerður með innæðaaðgerðum og eru laseraðgerðir þar í meirihluta.

Helga Magnúsdóttir svæfingarlæknir er með mikla reynslu af deyfingum og svæfingum og er hún með í öllum aðgerðum og fylgist með líðan þinni.

Starfsfólk með langa reynslu á skurðstofu starfa með okkur. Arna Óskarsdóttir, Jóhanna Kristófersdóttir og Iða Brá Kuforigi og Rebekka Stefánsdóttir  eru skurðhjúkrunarfræðingar en einnig starfa hjá okkur sjúkraliðarnir Kristín Grétarsdóttir og Ingibjörg Valmundsdóttir.

Móttökuritarar Ágústa Valsdóttir og Þórný Jónsdóttir taka vel á móti þér þegar þú kemur.

Innæðaaðgerðir er ný meðferð við meðhöndlun á æðahnútum í stað hefðbundinnar skurðaðgerðar. Ekki er opnað inn á æðina á venjulegan hátt heldur er hún meðhöndluð í staðinn með laser (Endovenous laser) sem færður er inn í bláæðina og staðsettur þannig að einungis sá hluti æðarinnar sem er bilaður er meðhöndlaður. Ekki er þörf á hefðbundnum skurðhníf og engir skurðir eru gerðir. Æðahnútarnir eru fjarlægðir í gegnum nálargöt svo mjög lítil ör, ef einhver, eru sjáanleg nokkrum mánuðum eftir aðgerð.

Umbúðir eru teknar af eftir tvo sólarhringa og þá farið í sturtu. Flestir eru komnir til venjubundna starfa fáeinum dögum eftir aðgerð, algengt er að byrja aftur að vinna daginn eftir aðgerð. Þessi aðgerð gefur mikinn sparnað þar sem vinnutap er mun minna en eftir hefðbundna aðgerð. Fyrsta laser aðgerðin hér á landi var gerð í janúar 2012 og síðan þá hafa verið gerðar fleiri þúsundir slíkar aðgerðir hjá Reykvíska Bláæðasetrinu (RVC).

Æðahnútar

Æðahnútar geta verið án einkenna, það er að einungis er um lýti að ræða. Flestir hafa þó einhver einkenni sem stundum geta verið óljós. Þreyta, pirringur, verkur, bjúgur og sinadráttur eru einkenni sem eru algeng. Ef æðahnútar hafa staðið lengi ómeðhöndlaðir geta komið fram varanlegar skemmdir í húðinni og einnig geta myndast sár. Þessi sár eru oft á tíðum mjög langvinn og erfið í meðferð og eru gjörn að koma aftur.

Varicose veins

Varicose veins may be without symptoms. Most people however have some symptoms that may be unclear. Fatigue, irritability, pain, swelling and cramp are common symptoms. If varicose veins have been untreated for a long time there may occur permanent damage in the skin and there may also be wound formations. These wounds are frequently chronic and difficult to treat and have a tendency to re-appear.

UM RVC

Reykvíska Bláæðasetrið, Reykjavík Venous Center (RVC) sérhæfir sig í meðferð bláæðavandamála. Guðmundur Daníelsson læknir hefur áður starfað hjá Scandinavian Venous Centre sem er leiðandi fyrirtæki í meðferð bláæðasjúkdóma í Svíþjóð og Noregi. Starfar hjá Aleris í Stavanger en Aleris er stærsta einkasjúkrahúsið á Norðurlöndum. Mikilvægt við framkvæmd innæðaaðgerða er góð kunnátta og reynsla í framkvæmd ómskoðana þar sem aðgerðin byggir á því.

About RVC

Since 2006 Dr. Med. Gudmundur Danielsson has worked at Scandinavian Venous Centre which is a leading centre in the treatment of venous diseases in Sweden and Norway. Currently working at Aleris Clinic in Stavanger, Norway. Extensive knowledge and experience in the performance of ultrasound imaging is important because the operation is based on this technique.

Aðgerðin

RVC notast við laser af nýjustu gerð (ELVeS Radial 2ring™) sem er alþjóðlega viðurkenndur sem einn af þeim bestu og komin er mikil reynsla af notkun hans. Aðgerðin er gerð í staðdeyfingu og ekki er þörf á svæfingu þegar aðgerð er framkvæmd á þennan hátt. Aðgerðin er framkvæmd í ómskoðun (Mindray DP-50).

The Operation

RVC applies a state of the art laser device (ELVeS Radial 2ring™) which is internationally recognised as being one of the best and there has been a lot of experience gained in its use. The operation is performed during local anaesthesia and there is no need for general anaesthesia. The operation is performed under ultrasound scanning (Mindray DP-50)

Upplýsingar

Læknahúsið DeaMedica
Álfheimum 74
107 Reykjavík
S:515-1600

Information

Læknahúsið DeaMedica
Álfheimum 74
107 Reykjavík
S:515-1600

Back to Top