Eru æðahnútar hættulegir?
Æðahnútar eru nánast aldrei hættulegir. Þeir geta þó valdið vandræðum ef ómeðhöndlaðir um langan tíma. Um 5% þeirra með æðahnúta fá merki um húðbreytingar sem að lokum geta valdið sáramyndunum á leggnum. Þessi sár eru oft lengi að gróa og eru gjörn á að koma aftur.
Get ég farið í Laseraðgerð þó svo ég hafi farið oft í aðgerð áður?
Já allir með æðahnúta geta farið í aðgerð óháð því hvort reynt hafi verið að leysa æðahnútavandamálið með aðgerðum áður eða ei. Með ómskoðun er greint hvaða stofnæð er biluð og hvort möguleiki sé á að gera laser aðgerð til að leysa vandamálið. Ef einungis eru til staðar æðahnútar en ekki neinn leki í stofnæð nægir að fjarlægja æðahnútanna með heklunál.
Comments are closed.